
Það er til ógrynni af upplýsingum um hvernig á best að nýta facebook fyrir viðskipti. Margir sem hreinlega lifa af því að kenna fólki hvernig á að nýta facebook og aðra samfélagsmiðla sem best. Sjálfri finnst mér þetta afar heillandi, en skil vel að það nenni ekki allir að hella sér ofan í þetta.
Ég ætla ekki að fara of djúpt þó, aðeins skerpa á nokkrum áherslum sem gott er að hafa í huga þegar við notum facebook fyrir viðskiptin okkar. Vona að þú getir nýtt þér þetta.
Fyrstu skrefin:
1. Þú þarft að ákveða hvort þú ætlir þér að nýta þína eigin persónulegu síðu til að kynna viðskiptin eða hvort þú vilt setja upp síðu (page).
- Nánast allir mæla með því að setja upp síðu (page), með henni hefur þú aðgang að auglýsingum og getur séð hvernig þínir póstar eru að virka. Ef þú markaðsetur viðskiptin á þinni persónulegu síðu, þarf að fara varlega í því að kaffæra ekki vini og ættingja í póstum um vöruna þína og tækifæri.
- Ágætt er að fara eftir 80/20 reglunni. Þ.e. 80% af póstum eru þínir persónulegu póstar og ekki meira en 20% um viðskiptin. Ef þú ert með síðu þá hef ég líka heyrt talað um 60/40 regluna. Alls ekki meira en 40% af póstum ættu að vera beinir sölupóstar. Hin 60% ættu að vera póstar um eitthvað áhugavert án þess að vera að selja eitthvað. - Margir fylgja þó alltaf 80/20 reglunni og fínt að miða við það.
- Þú getur síðan alltaf deilt öðruhvoru einhverju af síðunni þinni á þína persónulegu síðu.
2. Að ákveða hvað síðan þín á að heita - Veldu nafn á síðuna sem er ekki of nátengt vörunum þínum og viðskiptum.
- Málið er að tækifærin koma og fara, en ef síðan þín hefur fengið marga fylgjendur "Likes" þá getur þú alltaf nýtt hana jafnvel í eitthvað annað síðar. (Vona þó að þú sért með í Jeunesse til langs tíma)
- Jeunesse er með reglur sem við þurfum að fylgja. Við megum ekki setja upp síðu sem hefur Jeunesse í nafninu og við megum ekki setja upp síðu sem hefur nafn á Jeunesse vörunum í heitinu. t.d. Þú mátt ekki láta síðuna þína heitir "Jeunesse vörur" eða "Jeunesse kremin". Þú mátt heldur ekki láta síðuna þína heita "Instantly Ageless", " Finiti", Zen Bodi og svo framvegis. Þetta á líka við aðra miðla á netinu.
- Margir kalla síðurnar sínar "Krem þetta og hitt. Sorrý, ég hreinlega mæli ekki með því, Jeunesse er ekki bara krem, við erum líka með aðrar vörur. Svo veldu nafn sem gæti á einhvern hátt verið tengt Jeunesse án þess að vera of skýrskotið. Hugsaðu þetta því vel!
3. Búðu til síðuna þína, þú ferð í Create Page eða búa til síðu.
- Fylgdu því sem þar stendur, ef þú ert í vandræðum við að búa til síðuna hafðu þá samband og ég skal sýna þér hvernig það er gert. (of langt mál til að setja inn i þennan póst).
- Áður en þú ferð að bjóða vinum þínum á facebook að setja like við síðuna þína, skaltu setja eitthvað efni inn á hana. Miklu meiri líkur þannig á að fólk muni setja like við hana. Þú getur nýtt þér fullt af efni af vefnum. Jeunesse mælir með að þú notir myndir og efni frá þeim, þegar þú ert að tala um vörurnar. Það er líka til fullt af myndböndum sem þú getur sett inn.
- Ef þig vantar efni á íslensku, ekki hika við að nota efni t.d af þessari síðu. Passaðu þig á því, þegar þú ert að nota efni frá öðrum, að það sé rétt stafsett og sé með réttar upplýsingar. Ekkert er verra en slæmar stafsetningarvillur og rangar upplýsingar um vörurnar og fyrirtækið!!
- Nú þegar síðan þín er komin upp og með allavega nokkra góða pósta og fallegar myndir, þá getur þú boðið vinum að setja like á síðuna þína. Hafðu samt í huga að búast ekki við of miklu, margir hreinlega sjá ekki tilkynninguna um þitt boð og/eða hreinlega hafa ekki áhuga á að fá upplýsingar um vörurnar þínar. Ekkert að því að senda stuttan póst á góða vini og biðja þá að setja like ;-)
4. Nú þegar þú ert komin með síðuna þína og komin með allavega nokkur góð "Like", þá hefst vinnan fyrir alvöru.
- Þú þarft að pósta reglulega nýju efni inn á síðuna.
- Það er sagt að um 95% af þeim sem setja like við síðu fara aldrei aftur inn á hana. Aftur á móti mun það sem þú setur nýtt inn, koma upp á veggnum þeirra. Tölurnar eru samt ótrúlega lágar!! Facebook er farið að sigta út efni sem birtist á veggnum okkar.
- Þú getur farið inn á síðuna þína í stjórnendahaminn og valið hvaða markhópur þú vilt helst að sjái efnið þitt. T.d. land ef síðan er á íslensku velur þú auðvitað Ísland. Ef síðan er á ensku, getur þú valið þau lönd sem þú vilt helst að sjái síðuna þína. Einnig er hægt að velja markhópa eftir áhugamáli. T.d. Skin care, health, obesity, wedding og fleira. Hugsaðu aðeins hvaða fólk þú vilt ná til, hverskonar áhugamál gæti fólkið sem þú vilt eiga viðskipti við haft? Þú getur líka valið kyn og aldursdreifingu.
5. Mundu að það er facebook sem stjórnar í raun! Þú þarft að athuga, læra og prófa þig áfram hvernig þú nærð hvað best að gefa facebook það sem facebook vill.
- Þú vilt að póstarnir þínir fari á vegg sem flestra. Hversu mörg like skiptir ekki öllu máli, aðalmálið er að fá þína "fans" til að hafa samskipti við síðuna þína. Því fleiri like, comment og deilingar sem póstarnir þínir fá, þeim mun meiri líkur er á að facebook miðli póstunum þínum. Þú getur fylgst með þessu í stjórnendahamnum í Insights. Þú skalt því gleðjast mikið þegar einhver setur like á efnið þitt eða deilir efni frá þér. Til þess að fólk geri það, þá þarf efnið að vekja áhuga.
6. Nú ættir þú að vera komin með lifandi facebook síðu.
- Gefðu þér tíma á hverjum degi eða allavega nokkrum sinnum í viku til að skella einhverju áhugaverðu inn. Ekki hika við að vera soldið persónuleg(ur). Fólk kaupir af þér vegna þess að því líkar við þig og það efni sem þú setur inn.
- Hugsðu um hvað þér finnst áhugavert á facebook.
- Við erum öll þannig gerð að við viljum helst ekki láta selja okkur neitt, en við erum alveg til í að versla og eignast eitthvað. Vörurnar frá Jeunesse eru frábærar og þær leysa mörg vandamál sem fólk glímir við. Það er einmitt málið, fólk vill lausn á vandamálum sínum. Hugsaðu hvaða vandamál er þessi póstur að leysa!
- Það er síðan ekkert að því að setja með eitthvað sem fólki finnst fallegt, skemmtilegt eða jafnvel fyndið ;-) Við viljum s.s. vekja upp tilfinningar þeirra sem sjá póstana okkar.
7. Nokkur atriði í lokin.
- Svaraði eins fljótt og þú getur öllum skilaboðum sem þú færð á síðuna.
- Vertu í sambandi við síðuna þannig að þú sért að búa til tengsl við þá sem commenta við þína pósta. Þakkaðu fyrir og/eða svaraðu spurningum eins fljótt og þú getur.
- Fallegar myndir og stuttur texti virkar betur.
- Þú getur sett link með og þá er sniðugt að nota bit.ly til að stytta linkinn sem þú setur með.
- Stutt myndbönd virka alltaf vel.
- Ekki hika við að prófa þig áfram og skoða hvað aðrir eru að gera, pikkaðu upp það besta og notaðu á þinni síðu.
- Deildu áhugaverðu efni af netinu sem er tengt því sem þú ert að kynna á síðunni, t.d. af Youtube og fleiri stöðum. Mundu samt að þú vilt helst halda fólki inni á þinni facebook síðu og þinni heimasíðu.
- Það er ástæða fyrir því afhverju við getum ekki sent fólki póst af síðunni okkar. Það er hreinlega dónalegt að senda fólki skilaboð, bara af því það setti like á síðuna þína. Það kallast SPAM.
- Ef þú notar facebook til að segja vinum frá viðskiptunum og vörunum, þá skaltu alltaf spyrja fyrst hvort þú megir senda link! Sérstaklega í fyrsta skipti sem þú gerir það. Það er miklu áhrifaríkara og kurteislegra. S.s. þú spyrð; "Ef ég sendi þér link ... Myndir þú þá kíkja á það? Alltaf skynsamlegra að skapa umræður samt áður.
8. Markaðssetning á facebook kemur aldrei í staðinn fyrir persónulegar kynningar á viðskiptunum og vörunum.
- En það getur verið góð viðbót og kynning.
Gangi þér vel!
Ekki hika við að hafa samband ef það vakna upp spurningar.
p.s. sendu mér link á facebook síðuna þína og leyfðu mér að fylgjast með.
Fylgstu með hér og ég mun örugglega deila með ykkur meira efni um facebook og aðra samfélagsmiðla.
Jenný Jóakimsdóttir
Alþjóðamarkaðsfræðingur BSc.
Sjálfstæður dreifingaraðili Jeunesse Global
www.jennyjoa.jeunesseglobal.com
www.embracelifemarketing.com
jjoakimsdottir@gmail.com