Friday, August 21, 2015

Samfélagsmiðlar - facebook

Í pistli dagsins ætla ég að deila með ykkur reynslu minni og því sem ég hef sankað að mér varðandi notkun á Facebook fyrir viðskiptin okkar.



Það er til ógrynni af upplýsingum um hvernig á best að nýta facebook fyrir viðskipti.   Margir sem hreinlega lifa af því að kenna fólki hvernig á að nýta facebook og aðra samfélagsmiðla sem best. Sjálfri finnst mér þetta afar heillandi, en skil vel að það nenni ekki allir að hella sér ofan í þetta.  

Ég ætla ekki að fara of djúpt þó, aðeins skerpa á nokkrum áherslum sem gott er að hafa í huga þegar við notum facebook fyrir viðskiptin okkar. Vona að þú getir nýtt þér þetta. 

Fyrstu skrefin:

1. Þú þarft að ákveða hvort þú ætlir þér að nýta þína eigin persónulegu síðu til að kynna viðskiptin eða hvort þú vilt setja upp síðu (page).  
  • Nánast allir mæla með því að setja upp síðu (page), með henni hefur þú aðgang að auglýsingum og getur séð hvernig þínir póstar eru að virka.  Ef þú markaðsetur viðskiptin á þinni persónulegu síðu, þarf að fara varlega í því að kaffæra ekki vini og ættingja í póstum um vöruna þína og tækifæri. 
  • Ágætt er að fara eftir 80/20 reglunni.   Þ.e. 80% af póstum eru þínir persónulegu póstar og ekki meira en 20% um viðskiptin. Ef þú ert með síðu þá hef ég líka heyrt talað um 60/40 regluna.   Alls ekki meira en 40% af póstum ættu að vera beinir sölupóstar.  Hin 60% ættu að vera póstar um eitthvað áhugavert án þess að vera að selja eitthvað.  - Margir fylgja þó alltaf 80/20 reglunni og fínt að miða við það.
  • Þú getur síðan alltaf deilt öðruhvoru einhverju af síðunni þinni á þína persónulegu síðu. 


2.  Að ákveða hvað síðan þín á að heita - Veldu nafn á síðuna sem er ekki of nátengt vörunum þínum og viðskiptum.  
  • Málið er að tækifærin koma og fara, en ef síðan þín hefur fengið marga fylgjendur "Likes" þá getur þú alltaf nýtt hana jafnvel í eitthvað annað síðar.  (Vona þó að þú sért með í Jeunesse til langs tíma)
  • Jeunesse er með reglur sem við þurfum að fylgja.  Við megum ekki setja upp síðu sem hefur Jeunesse í nafninu og við megum ekki setja upp síðu sem hefur nafn á Jeunesse vörunum í heitinu.  t.d. Þú mátt ekki láta síðuna þína heitir "Jeunesse vörur" eða "Jeunesse kremin". Þú mátt heldur ekki láta síðuna þína heita "Instantly Ageless", " Finiti", Zen Bodi og svo framvegis. Þetta á líka við aðra miðla á netinu.
  • Margir kalla síðurnar sínar "Krem þetta og hitt.  Sorrý, ég hreinlega mæli ekki með því, Jeunesse er ekki bara krem, við erum líka með aðrar vörur.  Svo veldu nafn sem gæti á einhvern hátt verið tengt Jeunesse án þess að vera of skýrskotið.  Hugsaðu þetta því vel! 

3. Búðu til síðuna þína, þú ferð í Create Page eða búa til síðu.   
  • Fylgdu því sem þar stendur, ef þú ert í vandræðum við að búa til síðuna hafðu þá samband og ég skal sýna þér hvernig það er gert. (of langt mál til að setja inn i þennan póst). 
  • Áður en þú ferð að bjóða vinum þínum á facebook að setja like við síðuna þína, skaltu setja eitthvað efni inn á hana.   Miklu meiri líkur þannig á að fólk muni setja like við hana.  Þú getur nýtt þér fullt af efni af vefnum.  Jeunesse mælir með að þú notir myndir og efni frá þeim, þegar þú ert að tala um vörurnar.  Það er líka til fullt af myndböndum sem þú getur sett inn.   
  • Ef þig vantar efni á íslensku, ekki hika við að nota efni t.d af þessari síðu.  Passaðu þig á því, þegar þú ert að nota efni frá öðrum, að það sé rétt stafsett og sé með réttar upplýsingar. Ekkert er verra en slæmar stafsetningarvillur og rangar upplýsingar um vörurnar og fyrirtækið!!
  • Nú þegar síðan þín er komin upp og með allavega nokkra góða pósta og fallegar myndir, þá getur þú boðið vinum að setja like á síðuna þína.  Hafðu samt í huga að búast ekki við of miklu,  margir hreinlega sjá ekki tilkynninguna um þitt boð og/eða hreinlega hafa ekki áhuga á að fá upplýsingar um vörurnar þínar. Ekkert að því að senda stuttan póst á góða vini og biðja þá að setja like ;-)

4. Nú þegar þú ert komin með síðuna þína og komin með allavega nokkur góð "Like", þá hefst vinnan fyrir alvöru.  
  • Þú þarft að pósta reglulega nýju efni inn á síðuna.   
  • Það er sagt að um 95% af þeim sem setja like við síðu fara aldrei aftur inn á hana. Aftur á móti mun það sem þú setur nýtt inn, koma upp á veggnum þeirra.  Tölurnar eru samt ótrúlega lágar!! Facebook er farið að sigta út efni sem birtist á veggnum okkar.  
  • Þú getur farið inn á síðuna þína í stjórnendahaminn og valið hvaða markhópur þú vilt helst að sjái efnið þitt. T.d. land ef síðan er á íslensku velur þú auðvitað Ísland. Ef síðan er á ensku, getur þú valið þau lönd sem þú vilt helst að sjái síðuna þína. Einnig er hægt að velja markhópa eftir áhugamáli.  T.d. Skin care, health, obesity, wedding og fleira. Hugsaðu aðeins hvaða fólk þú vilt ná til, hverskonar áhugamál gæti fólkið sem þú vilt eiga viðskipti við haft?  Þú getur líka valið kyn og aldursdreifingu. 

5. Mundu að það er facebook sem stjórnar í raun!  Þú þarft að athuga, læra og prófa þig áfram hvernig þú nærð hvað best að gefa facebook það sem facebook vill.  
  • Þú vilt að póstarnir þínir fari á vegg sem flestra.   Hversu mörg like skiptir ekki öllu máli, aðalmálið er að fá þína "fans" til að hafa samskipti við síðuna þína.  Því fleiri like, comment og deilingar sem póstarnir þínir fá, þeim mun meiri líkur er á að facebook miðli póstunum þínum.  Þú getur fylgst með þessu í stjórnendahamnum í Insights.  Þú skalt því gleðjast mikið þegar einhver setur like á efnið þitt eða deilir efni frá þér.  Til þess að fólk geri það, þá þarf efnið að vekja áhuga.  


6.  Nú ættir þú að vera komin með lifandi facebook síðu.  
  • Gefðu þér tíma á hverjum degi eða allavega nokkrum sinnum í viku til að skella einhverju áhugaverðu inn.  Ekki hika við að vera soldið persónuleg(ur).  Fólk kaupir af þér vegna þess að því líkar við þig og það efni sem þú setur inn.  
  • Hugsðu um hvað þér finnst áhugavert á facebook.  
  • Við erum öll þannig gerð að við viljum helst ekki láta selja okkur neitt, en við erum alveg til í að versla og eignast eitthvað.  Vörurnar frá Jeunesse eru frábærar og þær leysa mörg vandamál sem fólk glímir við.  Það er einmitt málið, fólk vill lausn á vandamálum sínum.  Hugsaðu hvaða vandamál er þessi póstur að leysa!   
  • Það er síðan ekkert að því að setja með eitthvað sem fólki finnst fallegt, skemmtilegt eða jafnvel fyndið ;-) Við viljum s.s. vekja upp tilfinningar þeirra sem sjá póstana okkar. 

7.  Nokkur atriði í lokin.
  • Svaraði eins fljótt og þú getur öllum skilaboðum sem þú færð á síðuna.
  • Vertu í sambandi við síðuna þannig að þú sért að búa til tengsl við þá sem commenta við þína pósta. Þakkaðu fyrir og/eða svaraðu spurningum eins fljótt og þú getur. 
  • Fallegar myndir og stuttur texti virkar betur.
  • Þú getur sett link með og þá er sniðugt að nota bit.ly til að stytta linkinn sem þú setur með. 
  • Stutt myndbönd virka alltaf vel. 
  • Ekki hika við að prófa þig áfram og skoða hvað aðrir eru að gera, pikkaðu upp það besta og notaðu á þinni síðu.
  • Deildu áhugaverðu efni af netinu sem er tengt því sem þú ert að kynna á síðunni, t.d. af Youtube og fleiri stöðum.  Mundu samt að þú vilt helst halda fólki inni á þinni facebook síðu og þinni heimasíðu. 
  • Það er ástæða fyrir því afhverju við getum ekki sent fólki póst af síðunni okkar. Það er hreinlega dónalegt að senda fólki skilaboð, bara af því það setti like á síðuna þína.  Það kallast SPAM.  
  • Ef þú notar facebook til að segja vinum frá viðskiptunum og vörunum, þá skaltu alltaf spyrja fyrst hvort þú megir senda link!  Sérstaklega í fyrsta skipti sem þú gerir það. Það er miklu áhrifaríkara og kurteislegra.  S.s.  þú spyrð; "Ef ég sendi þér link ... Myndir þú þá kíkja á það?  Alltaf skynsamlegra að skapa umræður samt áður.  
8. Markaðssetning á facebook kemur aldrei í staðinn fyrir persónulegar kynningar á viðskiptunum og vörunum. 
  • En það getur verið góð viðbót og kynning.

Gangi þér vel!  
Ekki hika við að hafa samband ef það vakna upp spurningar.



p.s. sendu mér link á facebook síðuna þína og leyfðu mér að fylgjast með.  
Fylgstu með hér og ég mun örugglega deila með ykkur meira efni um facebook og aðra samfélagsmiðla. 

Jenný Jóakimsdóttir
Alþjóðamarkaðsfræðingur BSc.
Sjálfstæður dreifingaraðili Jeunesse Global
www.jennyjoa.jeunesseglobal.com
www.embracelifemarketing.com
jjoakimsdottir@gmail.com



Thursday, August 20, 2015

Jeuness Global Hangout ekki missa af þessu

Bara stuttur pistill í þetta skiptið.  

Ég var að klár að horfa á hangout með Cassiah Jay hjá Jeunesse Global.



Ég virðist aldrei hafa tíma á Laugardögum til að hlusta og horfa.  En þetta eru virkilega góðar  þjálfanir.  Cassiah er snillingur í samfélagsmiðlum og gefur okkur góð ráð varðandi það.  Hún sýnir okkur hvernig við getum nýtt okkur það sem Jeunesse Global hefur í boði fyrir okkur til að kynna vörurnar og viðskiptin.   Meðal þess er JMobile appið og JSocial á vefsíðunni okkar.   Í akkúrat þessu sem ég deili hér, er hún að kenna okkur hvernig við deilum myndböndum frá síðunni okkar með fólki og getum fylgst með þegar fólk hefur skoðað.

Mæli algjörlega með þessu, þarna talar hún líka við fólk sem hefur náð Diamond í Jeunesse sem gefur okkur líka góð ráð.

Endilega kíkið á:
http://hangouts.jeunesseglobal.com/august-15-2015/

Ekkert mál að kíkja þarna á eldri hangout með henni.

kveðja,
Jenný J.

Lærdómur og þekking er lykillinn!

Í pistli dagsins ætla ég ræða mikilvægi þess að læra eins lengi og við lifum.   Network Marketing/Tengslamarkaðssetning er stór iðnaður, ekki bara í vörunum sem við seljum heldur líka í lærdómnum sem við sækjum okkur.   Að vera sinn eigin herra og vinna heiman frá sér getur verið mikil áskorun.   Áskorunin felst í því að hvetja sjálfan sig áfram í leiðinni að velgengni.  Þess vegna er mikill markaður fyrir allskonar námsefni og námskeið sem beint er að þeim sem eru að leita sér hvatningar og þjálfunar.

Það er til ógrynni af heimasíðum, myndböndum, bloggum o.fl. þar sem hægt er að leita sér þekkingar og fá hvatningu, mikið af efni er frítt og ekki erfitt að finna.

Þó hef ég bara alls ekki fundið neitt efni á íslensku.  Sem er nokkuð merkilegt, því það hlýtur að vera til.  Ég er hreinlega farin að halda að Íslendingar séu bara afskaplega eigingjarnir á þennan máta.  Hvatningin og lærdómurinn hjá þeim sem beina efni að fólki í Tengslamarkaðssetningu nýtist svo sannarlega líka þeim sem eru að hefja rekstur.  Semsagt það nýtist öllum frumkvöðlum til að vaxa og efla viðskiptin sín.

Á næstum hverri einustu síðu sem ég hef lent á þar sem má finna lærdóm um Network Marketing kemur einmitt upp þessi tilvitnun.


Semsagt, "hjálpaðu öðrum að uppfylla drauma sína og þú munt uppfylla þína!"

Ég held í alvörunni að Íslendingar séu einfaldlega hræddir um að næsti aðili muni uppfylla drauma sína og koma í veg fyrir að þeir nái að uppfylla sína. Þessu langar mig að breyta!   Því ég vil að fleiri nái árangri, alveg sama þó þeir séu ekki nákvæmlega í mínum hóp.  Því fleiri sem ná árangri í Network Marketing, því auðveldara verður fyrir okkur að benda á þá sem hefur tekist að uppfylla drauma sína. Þannig byggjum við upp orðspor Tengslamarkaðssetningar sem betri leið.

Ég ætla byrja með því að benda á gúrúinn mikla Eric Worre, sem er óþreytandi í því að deila efni með miklum lærdóm.  Hans mission er einmitt að breyta orðspori Network Marketing til hins betra.

Kíkið á síðuna hans:   www.networkmarketingpro.com

Í næstu póstum, mun ég deila með ykkur efni sem ég hef fundið á netinu og hefur nýst mér vel.


Kveðja,
Jenný Jóakimsdóttir
gsm: 8936720
jjoakimsdottir@gmail.com

psssst.   Gerum þetta saman ;-)  Þannig náum við öll að uppfylla draumana okkar!

ERTU EKKI ENN Í JEUNESSE LIÐINU?  SMELLTU ÞÁ HÉR!

Wednesday, August 19, 2015

Tilvitnanir og vitur orð ;-)

Öðru hvoru þurfum við öll eitthvað sem hjálpar okkur til að komast í gegnum daginn.  Þá er gott að heyra og/eða lesa hvatningarorð.  Ég er að leika mér að setja saman ýmsar tilvitnanir og vitur orð sem eiga að gleðja, hvetja og blása í okkur kraft.  Hef skellt þeim á facebook síðuna.
Skelli þeim hér inn öðruhvoru líka ;-)

Sjálfsagt að deila og gleðja og hvetja þannig fólkið í kringum okkur.


Þegar þú skrifar sögu lífs þíns, vertu þá viss um að engin annar haldi á pennanum!

Hvað finnst þér?

http://bit.ly/1HVPhZw










Monday, August 17, 2015

Tengslamarkaðssetning er fyrir alla!

Já, ég er ekkert feimin að segja það.  Tengslamarkaðssetning er fyrir alla sem vilja bæta við tekjur heimilisins. Ég hef ekki enn hitt neinn sem gæti ekki nýtt sér auka tekjur.  Það er misjafnt þó hvað fólk er að leita eftir. Sumir vilja einfaldlega geta fætt og klætt fjölskylduna.  Aðrir vilja bæta við fataskápinn, ferðast, kaupa sér bíl eða húsnæði. Sumir einfaldlega þurfa auka pening til þess að geta greitt reikningana sem berast í hverjum mánuði inn um lúguna. Tengslamarkaðssetning gefur einmitt þetta tækifæri. Að bæta við tekjurnar svo við getum betur notið lífsins með vinum og fjölskyldu. Hversvegna ættum við ekki að hafa reglulegar tekjur að því sem við gerum einu sinni, til að greiða reikningana sem berast inn um lúguna reglulega?

Sl. Laugardag bauð Eric Worre upp á frítt webinar þar sem hann var með Tony Robbins í viðtali.  Þeir sem ekki vita þá er Eric Worre einn þekktasti þjálfari innan tengslamarkaðssetningar (Network Marketing), eitt að því sem hann leggur áherslu á í sínum störfum er að kynna Network Marketing fyrir heiminum sem betri leið til að skapa sér betri framtíð.  Í viðtalinu ræddi hann við Tony Robbins um kosti tengslamarkaðssetningar og hvers vegna fólk ætti að líta á þetta sem raunverulegt tækifæri til að bæta líf sitt. Eric Worre er einmitt ákafur í því að bæta ímynd tengslamarkaðssetningar út um allan heim.  Tony Robbins þekkja nær allir,  hann er heimsþekktur fyrir þjálfun sína og fyrirlestra.



Tony ræddi um kosti tengslamarkaðssetningar fyrir venjulegt fólk sem vill bæta líf sitt og lifsviðurværi.  Hann ræddi m.a. um það hversu auðvelt það væri að fara í viðskiptin, án þess að hafa áhyggjur af atriðum einsog sendingum, bókhaldi, vöruþróun og markaðssetningu, en allt þetta tekur bæði tíma og peninga frá einstaklingum sem vilja einbeita sér að því að komu vörunni á framfæri og hafa af henni tekjur.

VILT ÞÚ BÆTA VIÐ TEKJURNAR?

Í þessu ca. klukkutíma langa webinar sem yfir 100þúsund manns sáu á Laugardaginn var ekki bara rætt við Tony Robbins. Eric ræddi líka við Robert og Kim Kiyosaki. Robert Kiyosaki er höfundur bókarinnar Ríki pabbi, fátæki pabbi sem markir þekkja.  Robert er mikill stuðningsmaður tengslamarkaðssetningar.  Hann og koma hans Kim eru vel þekkt um allan heim vegna fyrirtækis síns sem hjálpar og sinnir fjármálafræðslu.




Það var vel þess virði að nýta klukkutíma í að horfa á það sem þessir snillingar höfðu að segja.

Lykilatriðið til að ná árangri er að finna rétta fyrirtækið og réttu vörulínuna.  Varan þarf að vera heillandi og eitthvað sem þú ert til í að setja nafn þitt við, og fyrirtækið þarf að vera stöndugt og bjóða upp á gott markaðsefni, þjálfun og góða ímynd. Flestir byrja í Network Marketing með annarri vinnu og byggja upp viðskiptin í frítíma sínum.  Árangurinn byggist að sjálfsögðu á því hvað þú ert til í að leggja á þig til að ná árangri. Lykilatriðið í að mistakast í Network Marketing er einmitt að gera ekki neitt. Við erum heppin í Jeunesse að við fáum þar þá þjálfun, hvatningu og stuðning sem nauðsynlegur er til að ganga vel. ;-)

Hér tengill á umrætt viðtal við Tony Robbins. Hvet þig til að gefa þér tíma til að hlusta á hvað þeir hafa að segja.



Viltu byggja upp þín eigin viðskipti?  SMELLTU HÉR!

Kveðja,
Jenný Jóakimsdóttir
Sjálfstæður dreifingaraðili Jeunesse Global


-------
Ef þú komst hér við fyrir tilviljun þá erum við ánægð að sjá þig.
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um viðskiptin eða vörurnar þá skaltu senda tölvupóst á jjoakimsdottir@gmail.com    eða hafa samband við Jenný í síma: 8936720



Við erum teymi í Jeunesse Global sem er að byggja upp viðskipti út um allan heim.  Við vinnum heima hjá okkur og vinnum saman að því að ná árangri.

Teymið okkar erlendis heitir Diamond Dynasty 300 - miklir snillingar þar sem vinna með okkur

Wednesday, August 12, 2015

Netkynning á Slideshare

Það er margt hægt að gera þó svo að veðrið láti ílla úti.  Reyndar betra að hafa þannig veður þegar maður ætlar virkilega að koma hlutunum í verk ;-)

Hér er linkur/tengill á netkynningu sem við getum notað til að senda til þeirra sem ekki komast á fund með okkur persónulega.  

Hvað finnst þér?  Heldur þú að þú myndir nýta þér þetta?

Smelltu hér 


Ef þú komst hér við fyrir tilviljun þá erum við ánægð að sjá þig.
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um viðskiptin eða vörurnar þá skaltu senda tölvupóst á jjoakimsdottir@gmail.com    eða hafa samband við Jenný í síma: 8936720



Við erum teymi í Jeunesse Global sem er að byggja upp viðskipti út um allan heim.  Við vinnum heima hjá okkur og vinnum saman að því að ná árangri.

Teymið okkar erlendis heitir Diamond Dynasty 300 - miklir snillingar þar sem vinna með okkur



Aðgerðaráætlun - Gameplan



Var að ljúka við að þýða og setja upp aðgerðaráætlunina - Gameplan frá Jeunesse yfir á íslensku.

Ef þú vilt fá eintak, endilega hafðu samband við mig í gegnum facebook eða með því að senda tölvupóst á jjoakimsdottir@gmail.com


Hér er linkur á ensku útgáfuna : Gameplan Jeunesse


Monday, August 3, 2015

SHOOT FOR SAPPHIRE - PROMOTION - Skrefin 6.


Þann 1. ágúst byrjaði Shoot for Sapphire Promotion fyrir dreifingaraðila í Evrópu, Austur Evrópu, Ísrael og Tyrklandi.  Við hér á Íslandi erum því mega spennt að setja kraft í kynningar og fá nýtt fólk til liðs við okkur nú þegar mesti sumarleyfistíminn er að enda.   Þetta Promotion byrjaði 1. ágúst og lýkur 30. september nk.   Shoot for Sapphire þýðir að með því að ná upp stigann upp í Sapphire á þessum tíma færð þú í lokin 6000 dollara í bónus. Í íslenskum krónum þýðir það að við getum unnið okkur inn extra 800þúsund krónur!!   En ekki bara þennan 6000 dollara bónus, líka þær tekjur sem Sapphire rank gefur okkur.

Á þessari mynd má sjá þær tekjur sem hægt er að búast við þegar við höfum náð Sapphire og hærra. Gætu 4-5000 dollara á mánuði breytt einhverju fyrir þig?

Ég skrifaði smá pistil um daginn á ensku síðuna mína (embracelife marketing).  Ætla að gera tilraun til að endursegja þann pistil hér á íslensku.  Þannig getur þú séð hvaða skref þú þarft að taka til að ná upp í Sapphire.

Flest erum við í þessu til að ná okkur í meiri tekjur. Fyrir marga virðist leiðin oft þröng og óraunhæf. Það eru síðan margir sem treysta sér hreinlega ekki í taka þau skref sem nauðsynleg eru.  En ekkert kemur af engu.  Ekki í þessu né öðru.  Galdurinn er einfaldlega að setja sér markmið og vinna að því látlaust þar til markmiðinu er náð.

Byrjaðu á því að ákveða hversu miklum tíma þú ert til í að vinna í því að ná þínu markmiði.   Hvort sem það er einn tími á dag, nokkrir tímar á viku eða einfaldlega setja allt á fullt og ekki hætta fyrr en markmiðinu er náð! Með því að vinna reglulega í því, þá muntu komast þangað á endanum.   Það er vel hægt að ná gífurlegum árangri ef þú aðeins gefur þér tímann og kraftinn sem til þarf.

Það eru ekki bara sögusagnir, það er í alvörunni hægt að ná Diamond á tveimur mánuðum!  Það hefur gerst í Jeunesse og þeir sem það gerðu eru meira að segja í okkar upplínu!  Raunhæfara er þó að sjálfsögðu að gefa sér nægan tíma til þess.   Við höfum allt í höndunum til þess að ná árangri. Frábærar vörur og frábært fyrirtæki.   Flestir hafa heyrt orðatiltækið;  "Hvernig borðar maður fíl?"  "Jú, með því að taka einn bita í einu".

Fyrir ekkert svo löngu sá ég þessa mynd sem sýnir á frábæran hátt við hverju má búast á meðan þú vinnur að takmarki þínu til að ná árangri. 90% af því sem þarf til að ná árangri er ósýnilegt öðrum en okkur sjálfum.  En með því að vinna að markmiðinu reglulega og með öll skrefin á tæru, þá aukum við líkur okkar til muna. Eitt af því fyrsta sem við þurfum að losa okkur við eru neikvæðar hugsanir gagnvart peningum og velgengni, við þurfum að trúa því statt og stöðugt að við getum náð árangri.


Myndin sýnir einfaldlega allt það sem við göngum í gegnum til að ná árangri. Það tekur tíma, vinnu og fórnir og þú munt verða fyrir vonbrigðum og þú munt gera mistök. Málið er að láta það ekki á sig fá.  Allt nýtt sem við lærum og tökumst á við tekur tíma, það góða er að þú munt verða betri því meir sem þú vinnur að markmiðinu.  Besta ráðið sem ég hef heyrt í network marketing er: Ekki hætta!    Við þekkjum öll þessa mynd:

Nú þegar þú hefur gert þér grein fyrir hvað þarf til þess að ná árangri. Þá er ekki um annað að ræða en að BYRJA!

Hér eru skrefin sem þú þarft að taka til að ná upp í Sapphire rank innan Jeunesse
Ég er viss um að þú getur vel notað auka 4-500þúsund á mánuði ;-)  Byrjaðu á því að setja það sem þitt fyrsta markmið. Mundu Smart markmiðin.  Skrifaðu þín markmið niður á blað, það er marg sannað að með því að skrifa niður markmiðin okkar er mun líklegra að við náum þeim. 

Skýr, mælanleg, aðlaðandi, raunhæf og tímasett. 

Skref eitt: Þú gerist félagi (Associate) með því að kaupa Starter kit. 
Þú getur byrjað að fá smásölutekjur, Vildarviðskiptavina bónus og bónus fyrir nýja viðskiptavini með því að kaupa Starter kit. Þú færð ekki punkta sem Associate. 

Skref tvö: Gerist dreifingaraðili með því að kaupa byrjunarpakka með minnst 100 PV punkta. 
Þú þarft að hafa keypt Starter kit og hafa öðlast minnst 100 PV innan eins mánaða tímabils á fyrsta árinu frá því þú keyptir Starter kit.  Sem dreifingaraðili byrjar þú að fá CV punkta og CAB bónusa.   Þ.e. punktar fyrir sölu á vörum og skráningu dreifingaraðila. 

Skref 3. Þú gerist Executive með því að skrá inn tvo nýja dreifingaraðila. 
Dreifingaraðilarnir sem þú skráir inn þurfa að hafa keypt einn af byrjunarpökkunum. Minnst 100 PV. Nú ferð þú að fá hópbónusa og ert að fullu orðin virkur til að fá 35$ dollara þóknunina í hvert skipti sem einn leggur fer í 300 og hinn í 600. 

Skref 4: Gerist Jade Executive
Þú verður Jade þegar þú hefur skráð inn fjóra Executive (minnst einn í hverju teymi) eða skráð persónulega inn átta dreifingaraðila. Þú færð 35$ dollara þóknunina og 20% á fyrstu kynslóð. 

Skref 5. Gerist Pearl Executive 
Þú verður Pearl þegar þú hefur skráð persónulega inn 8 Executives eða 12 drefingaraðila. 
Þú færð núna 35$ dollara þóknunina, 20% á fyrstu kynslóð og að auki 15% á kynslóð tvö.   

Vá!  Þetta er alveg að koma hjá þér ,-)


Skref 6: Gerist Sapphire Executive
Þú verður Sapphire þegar þú hefur persónulega skráð inn 12 Executives. (minnst 3 í hverju teymi). Þú færð 35$ dollara þóknunina, 20% á fyrstu kynslóð, 15% á aðra kynslóð og 10% á kynslóð þrjú.  
Miðað við myndina hér efst getur þú átt von á 4-5000 dollurum á mánuði.   

Til þess að ná 6000$ dollara bónusnum í Shoot for Sapphire þarft þú að hafa náð þessu fyrir 30. september nk.   Ertu með?   Ertu til í að gera það sem þarf?   

Nú þarftu bara að skrifa niður næsta markmið!
Ég ætla ekki að fara dýpra í tekjuplanið hér en þú finnur það á síðunni þinni eða hér á minni síðu ef þú hefur ekki enn skráð þig. 

Þetta video sýnir líka vel hvernig tekjuplanið virkar. 

Er reyndar með portúgölskum texta (sérstaklega fyrir fólkið mitt í Brasilíu) 

Það sem mér finnst best við tekjuplanið hjá Jeunesse er að til að ná árangri þá þarft þú að taka þá sem þú skráir inn með þér.  Þeirra árangur verður þinn árangur.   Maður sér það nú sjaldnast í annars konar störfum því miður. Svo Network Marketing er svo sannarlega betri leið. ;-)

Ef þú hefur ekki enn skráð þig og ert tilbúin að ná árangri þá vildi ég gjarna hafa þig með í teyminu mínu. 
Hafðu samband með því að senda mér tölvupóst á jjoakimsdottir@gmail.com , hringja í mig í síma 8936720 eða hafa samband á facebook.  

Gangi þér sem best og óska þér alls hins besta við að ná markmiðinu þínu. 

Kveðja,
Jenný Jóakimsdóttir
Sjálfstæður drefingaraðili Jeunesse Global.









Tuesday, July 28, 2015

Bein sala og tengslamarkaðssetning - ársskýrsla WFDSA 2015

Síðan ég ákvað að gerast dreifingaraðili Jeunesse hef ég verið mikið að rápa á netinu og kynna mér hitt og þetta varðandi tengslamarkaðssetningu og beina sölu eða network marketing og direct sales.  Það eru reyndar skiptar skoðanir um það hvað á að kalla svona.  Sjálf kýs ég að tala um network marketing, því mér finnst það lýsa ansi vel hvað í svona sölu felst.

En eitt af því sem rakst á í þessu rápi mínu um veraldarvefinn er nýleg ársskýrsla Alþjóðasamtaka í beinni sölu eða World Federation of direct sales associations (WFDSA).  

Verandi alþjóðamarkaðsfræðingur þá er ég alltaf ansi veik fyrir skýrslum og staðreyndum.   Í þessari skýrslu er að finna margt áhugavert sem styður ákvörðun okkar sem höfum valið að nýta þetta viðskiptamódel til að afla tekna.    

Í þessari ársskýrslu kemur fram að síðustu ár hafa enn fleiri einstaklingar tekið einmitt sömu ákvörðun.  Fleiri og fleiri nýta sér tengslamarkaðssetningu til að afla sér tekna í annaðhvort hlutastarfi eða velja þetta sem aðalstarf.  Salan á heimsvísu hefur aukist mikið á síðastliðnum árum.   

Í formála skýrslunnar ræðir Doug Devos formaður samtakanna, hversu mikilvægt sé að samtökin taki sig saman og útskýri nánar um hvað bein sala snýst. Hann segir að greinin sé stundum misskilin og oft talin mikil ráðgáta.   Við vitum það öll sem stöndum í þessu að það er nákvæmlega málið.    Hver hefur ekki lent í að fá símtal frá vini eða fjölskyldumeðlimi þar sem ekkert er í raun sagt en mikið lagt í að maður mæti á ákveðin stað, á ákveðnum tíma og þar eigi maður að fá allar upplýsingar.   Sjálf er ég ekki hrifin af þannig sölumennsku í tengslamarkaðssetningu og vonandi fer það að verða liðin tíð.   Jeunesse hefur allavega gefið okkur frábær tæki og tól til að kynna vörurnar og fyrirækið m.a. á samfélagsmiðlum.  Við þurfum ekki lengur að naga okkur í handarbökin og kvíða fyrir því að hafa samband við vini og ættingja til að fá þá til liðs við okkur til að selja eitthvað eða kaupa eitthvað sem við varla sjálf skiljum hvað er eða gerir.   Jeunesse vörurnar og fyrirtækið tala sínu máli.  Og við getum stolt sagt frá því hvað við erum að gera. 

En aftur að tölunum í ársskýrslu WFDSA.

Hér eru nokkrar staðreyndir, sem gott er að hafa bakvið eyrað þegar við hvetjum fólk til að vera með okkur í Jeunesse liðinu.   


Næstum 100 milljón einstaklingar seldu vörur í beinni sölu/tengslamarkaðssetningu árið 2014 sem er 3,4% aukning frá árinu áður.   Mikil aukning hefur verið frá 2011 þegar 84,6 milljón voru söluaðilar. 

Sala fyrirtækja í beinni sölu hefur vaxið gríðarlega frá 2011. Eða 6,4% aukning á milli 2013 og 2104.

Vöxturinn er stöðugur á öllum mörkuðum. Sem segir okkur það að tækifærin á alþjóðlegum viðskiptum fer sívaxandi.   Teymið okkar í Jeunesse er í viðskiptum í 55 löndum af þeim 140 sem Jeunesse sendir vörur til. (síðustu tölur sem ég heyrði frá okkar fólki) 

Fjöldi söluaðila fer vaxandi á öllum mörkuðum.  


Þessar tölur segja okkur það að fleiri og fleiri eru að selja enn meira í tengslamarkaðssetningu.  
Bara í Evrópu eru 14 milljónir einstaklingar sem taka þátt.  Og enn áhugaverðara er að bein sala er að veita 25þúsund manns í Evrópu stöðuga atvinnu.  Það er dýrmætt fyrir Evrópu þar sem atvinnuleysi hefur aldrei verið hærrra.    Hlutfall kvenna í beinni sölu í Evrópu er 84%.   Sem er í takt við önnur lönd í heiminum. 

Einnig er sala að aukast í vanþróaðri löndum.  Lág fjárfesting og auðveldara aðgengi að vörum og fyrirtækjum er að hjálpa þar mikið til.   Jeunesse er núna að opna markaði í bæði Afríku og Miðausturlöndum. En Afríka og Miðausturlönd eru núna aðeins 1% af heildarmarkaði í beinni sölu.  Þar liggja því gífurleg tækifæri. 

Í stuttu máli má segja samkvæmt þessum tölum þá sjá fleiri en áður tækifæri í því að vera með okkur.  

Fleiri sjá tækifærið á fjárhagslegum og félagslegum ávinningi. 

Við skulum því aldrei gera ráð fyrir því að einhver vilji ekki vera með! 

Endilega deildu þessu með þínu fólki ef þú heldur að það geti komið þeim að gagni.



Ef þú last þetta og ert ekki í hópnum okkar, þá viljum við endilega fá þig til liðs við okkur. Ekki hika við að hafa samband.   Þú getur kíkt á smá kynningu hér. 

Kveðja,
Jenný Jóakimsdóttir
jjoakimsdottir@gmail.com
gsm; 8936720




p.s. tölurnar í þessum pistli eru fengnar úr ársskýrslu WFDSA sem má finna hér



Monday, July 27, 2015

Momentum


Momentum og hvað er það?

Jeunesse er núna í fyrsta sæti yfir Tengslamarkaðs fyrirtæki sem eru með hvað mest Momentum.  

Ég hef ekki enn fundið gott íslenskt orð yfir Momentum.   En smá útskýring ætti að gefa smá innsýn hvað það er.  Ég ætla allavega að reyna.

Talað er um Momentum hjá fyrirtækjum í Tengslamarkaðssetningu þegar þau eru hvað mest áberandi á sjónarsviðinu.    Momentum er mjög dýrmætt fyrir fyrirtæki einsog Jeunesse.  Leiðtogar í Tengslamarkaðssetningu horfa til þessa þegar þeir ganga til liðs við fyrirtæki.  Jeunesse er núna að draga til sín fullt af fólki sem hefur verið í bransanum í fjölda ára.

Momentum verður meðal annars til þegar:

  • Nýtt fyrirtæki eða nýjar vörur á markað
  • Árangursríkir stjórnendur eða leiðtogar koma inn í fyrirtækið
  • Ný lönd og markaðir opna
  • Alþjóðlegar ráðstefnur er haldnar

Listinn þar sem Jeunesse er númer eitt, er m.a. fengin með því að mæla hversu oft talað er um fyrirtækið á samfélagsmiðlum einsog t.d. Facebook. Hversu oft leitað er að upplýsingum um Jeunesse á vefnum. Með skoðanakönnunum og fleiri vísbendingum sem geta sagt til um Momentum.

Á þessari mynd má sjá hvar á vaxtakúrfu fyrirtækja Jeunesse er statt núna.   Momentum stigið segir til um hvenær best er að ganga til liðs við og/eða fjárfesta í fyrirtækjum.  



Þú getur því verið viss um að þú ert á réttum stað og á réttum tíma sem dreifingaraðili Jeunesse.  Þetta er gott að vita þegar þú kynnir Jeunesse og viðskiptatækifærið.

Ef þú hefur ekki enn gengið til liðs við Jeunesse, þá er besti tíminn núna!
Sendu mér skilaboð á facebook eða hafðu samband í tölvupósti á jjoakimsdottir@gmail.com

Þú hefur að sjálfsögðu beint samband við þann sem benti þér á þessa síðu. Við viljum gjarnan fá þig í hópinn okkar ;-)




Friday, July 3, 2015

Allt að gerast

Er að setja upp þessa síðu sem er hugsuð fyrir íslenska teymið mitt í Jeunesse Global.   Ásamt því að veita upplýsingar til þeirra sem eru að skoða viðskiptatækifærið og vörurnar.

Efni mun koma inn á síðuna á næstu dögum.
Svo mun bætast við meira efni eftir því sem við á.
Fylgist því vel með ;-)

Alltaf hægt að nálgast mig og fá svör við spurningum með því að senda mér tölvupóst, hringja eða vera í sambandi á facebook.

Kveðja,
Jenný Jóakimsdóttir
gsm: 8936720
jjoakimsdottir@gmail.com