Thursday, August 20, 2015

Lærdómur og þekking er lykillinn!

Í pistli dagsins ætla ég ræða mikilvægi þess að læra eins lengi og við lifum.   Network Marketing/Tengslamarkaðssetning er stór iðnaður, ekki bara í vörunum sem við seljum heldur líka í lærdómnum sem við sækjum okkur.   Að vera sinn eigin herra og vinna heiman frá sér getur verið mikil áskorun.   Áskorunin felst í því að hvetja sjálfan sig áfram í leiðinni að velgengni.  Þess vegna er mikill markaður fyrir allskonar námsefni og námskeið sem beint er að þeim sem eru að leita sér hvatningar og þjálfunar.

Það er til ógrynni af heimasíðum, myndböndum, bloggum o.fl. þar sem hægt er að leita sér þekkingar og fá hvatningu, mikið af efni er frítt og ekki erfitt að finna.

Þó hef ég bara alls ekki fundið neitt efni á íslensku.  Sem er nokkuð merkilegt, því það hlýtur að vera til.  Ég er hreinlega farin að halda að Íslendingar séu bara afskaplega eigingjarnir á þennan máta.  Hvatningin og lærdómurinn hjá þeim sem beina efni að fólki í Tengslamarkaðssetningu nýtist svo sannarlega líka þeim sem eru að hefja rekstur.  Semsagt það nýtist öllum frumkvöðlum til að vaxa og efla viðskiptin sín.

Á næstum hverri einustu síðu sem ég hef lent á þar sem má finna lærdóm um Network Marketing kemur einmitt upp þessi tilvitnun.


Semsagt, "hjálpaðu öðrum að uppfylla drauma sína og þú munt uppfylla þína!"

Ég held í alvörunni að Íslendingar séu einfaldlega hræddir um að næsti aðili muni uppfylla drauma sína og koma í veg fyrir að þeir nái að uppfylla sína. Þessu langar mig að breyta!   Því ég vil að fleiri nái árangri, alveg sama þó þeir séu ekki nákvæmlega í mínum hóp.  Því fleiri sem ná árangri í Network Marketing, því auðveldara verður fyrir okkur að benda á þá sem hefur tekist að uppfylla drauma sína. Þannig byggjum við upp orðspor Tengslamarkaðssetningar sem betri leið.

Ég ætla byrja með því að benda á gúrúinn mikla Eric Worre, sem er óþreytandi í því að deila efni með miklum lærdóm.  Hans mission er einmitt að breyta orðspori Network Marketing til hins betra.

Kíkið á síðuna hans:   www.networkmarketingpro.com

Í næstu póstum, mun ég deila með ykkur efni sem ég hef fundið á netinu og hefur nýst mér vel.


Kveðja,
Jenný Jóakimsdóttir
gsm: 8936720
jjoakimsdottir@gmail.com

psssst.   Gerum þetta saman ;-)  Þannig náum við öll að uppfylla draumana okkar!

ERTU EKKI ENN Í JEUNESSE LIÐINU?  SMELLTU ÞÁ HÉR!

No comments:

Post a Comment